Betra veður í miðbæinn
Miðbærinn og Lækjartorg sérstaklega, líða fyrir ískaldan vind af hafi. Með því að huga að veðurlagi við skipulag miðbæjarins í grennd við Hörpu er vonandi hægt að gera torgið vistlegra og 17.júní yndislegri
af Vedurvaktin.is: "Í skipulagi byggðar hér á landi skiptir miklu að byggðin sjálf myndi skjól í algengustu vindáttunum og að einstakar byggingar séu hannaðar og staðsettar þannig að vindstrengir nái sér síður á strik. Vindur eykst alla jafna með hæð og hærri byggingar geta hæglega dregið aukna veðurhæð niður á lóð umhverfis bygginguna. Samsetning og gerð hærri bygginga, innbyrðis staða og bilið á milli þeirra eru allt þætti sem áhrif hafa á vindskilyrði. "
Bætum veðrið með betra skipulagi
er þetta enhvað grín?
Ég er nú ekkert að fara að sjá að nokkur einasti Íslendingur fái að koma nálægt hönnun þessara hótela að nokkru leyti, þannig að við megum bara þakka fyrir ef þau gera veðrið í miðbænum ekki verra :)
Árni. Hvað hefur þú fyrir þér í því?
Góður punktur.
Það er ekki á miðbæinn bætandi með góðu veðri. Ég legg til að hlúð verði að menningu austar í borginni svo fólk þar hafi að einhverju að hverfa í fásinninu í sínu hverfi.
Ég hef það fyrir mér að ég vinn í 'bransanum' og þar er talið nær öruggt að hótelkeðjan láti sína eigin hönnuði sjá algjörlega um hönnun á hótelinu, enda skuli það uppfylla innanbúðakröfur um útlit og innbyggingu. Þetta gera hótelkeðjurnar almennt alltaf, enda miklu hagkvæmara og betra að láta menn sem eru búnir að teikna 5-6 hótel fyrir þig áður, teikna eitt enn fyrir þig. Þeir vita nákvæmlega hvers þú þarfnast.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation