Grasið meðfram Jónsgeisla er mjög illa farið, aðallega vestan megin. Efst er mikið illgresi, einhverskonar blöðkur sem eru mikið lýti. Neðar , þar sem búið er að gróðursetja nokkur tré er nánast ekkert gras. Mér finnst að það mætti gera eitthvað til að fegra þetta svæði.
Mjög mikið lýti fyrir hverfið okkar.
Var borgin ekki að gera einhverja tilraun þarna til að þurfa ekki að slá, en hún mistókst hrapalega. Það þarf allavega að sá í þetta eða þökuleggja, hræðilegt að sjá þetta.
Þessi hugmynd var færð úr Hverfið mitt 2016 og hægt er að finna hana hér: https://hverfid-mitt-2016.betrireykjavik.is/post/7036
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation