Umferðin um Skeiðarvog er mjög hröð. Þarna við götuna standur barnaskóli, einnig eru leikskólar þarna í næsta nágrenni og mikið af börnum fara daglega um götuna. Mætti athuga með að lagfæra hraðahindranir í götunni og jafnvel auka við ásamt því að finna aðrar lausnir til þess að hægja frekar á hraðanum. Mætti öll gatan vera skilgreind með 30 km hámarkshraða, ekki aðeins kaflinn við skólann
Umferðin er mjög mikil og þungir/stórir bílar fara þarna um allan sólarhringinn. Hjá skólanum sjálfum er 30 km hámarkshraði en sjaldnast er sá hraði virtur og er hraðinn almennt mikill á bílum er þeir keyra yfir gatnamótin Skeiðarvog og Langholtsveg. Oft þannig að gangandi og hjólandi vegfarendur eru í mikilli hættu.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation