Ég legg til að rútum verði bannað að leggja í Bríetartúni. Þar verður að setja upp skilti sem bannar rútum að stöðva hvort sem er á miðri götunni eða þvert í bílastæðum.
Rúturnar stöðva alla umferð í götunni, skapa stórhættu þegar aðrir bílar reyna að komast fram úr, ferðafólki sem hleypt er út á miðri götunni er í stórhættu og að auki er mikið ónæði og háfaði frá þessum stóru bifreiðum sem hafðar eru í gangi og bíða oft í götunni eftir farþegum. Við sem búum við götuna eigum ekki að þurfa líða fyrir þetta.
Á ekki að þurfa að banna. Rútur mega ekki stöðva á götu hvort eð er. Svo eru rútustæði í Þórunnartúni
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation