Bætt aðstaða á skammtímavistunum fyrir fatlaða.
þar sem sparnaður kemur verulega niður á fötluðum ungmennum, sem að mörg hver ekki geta barist fyrir réttindum sínum sjálf, þykir mér að skoða mætti þá stórgóðu hugmynd að fá stuðningsfjölskyldur, þar sem að viðkomandi væri hjá ca. 1 helgi í mánuði. þarna er ég að tala um 18 ára og eldri sem að ekki fá nein úrræði. Það fer mikið fyrir brjóstið á mér þegar stjórinn hyggst gera borgina hundavænni, á sama tíma og fatlaðir einstaklingar sitja heima alla daga og fá engin úrræði.
Það ætti frekar að leggja fjármagn í að styrkja stöðu fatlaðra barna og ungmenna innan fjölskyldunnar þannig að hægt sé að fá aðstoð heim. Þannig fá foreldrarnir og börnin aðstoð án þess að vera aðskilin í fleiri daga í senn í hverjum mánuði. Aldrei eru ófötluð börn fjarlægð svona frá fjölskyldum sínum eins og fötluð börn og myndi teljast frekar óeðlilegt hér á landi ef það væri gert. Því tel ég eðlilega kröfu að fá aðstoð heim til að styðja við fjölskylduna.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation