Akraness strætó (leið 57) hafi pláss fyrir reiðhjól
Til að auðvelda fólki að fara í hjólferðir útfyrir borgina, t.d. um Hvalfjörðinn, þá væri mjög gott ef hægt væri að taka hjól með í strætó til Akraness - Leið 57.
Hmm.. en bíðum aðeins við. Tekur hann ekki reiðhjólin í farangursrýmið?
Nei fólki er vísað frá með hjól og barnavagnar hafa ekki heldur verið velkomnir.
Ekki einu sinni barnavagnar? Það er klárlega of lélegt.
Ef enn er ekki pláss fyrir hjól þá ber að bæta úr þvi.
Tilgangur tillögunnar er að auðvelda fólki að komast í Hvalfjörð til að hefja hjólaferð þar, eða ljúka hjólaferð og halda áfram með strætó. Mér sýnist að það vanti stoppistöð við Hvalfjarðarafleggjarann eða við gangnamunna sunnan Hvalfjarðar til að geta þjónað þessum tilgangi. Og / eða leggja aðgreinda stíg frá þéttbýlinu á Kjalarnesi /Grundahverfi að þjóðvegi 47, helst sem hluti af skipulagi fyrir stígatengingu frá Mosfellsbæ um Mógilsá til þjóðvegar 47. http://osm.org/go/e0U_iidQ--
Mikilvægt að strætó leyfi að hjólreiðarmönnum að taka með sér hjól í strætó, á öllum leiðum.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation