Skógrækt í fossvogsdal
Kjöraðstæður eru í fossvogsdal fyrir skógrækt og sést það best á núverandi gróðri þar neðst í dalnum. Slíkt myndi alltaf skapa logn þar og gera samhliða gönguleiðir og ýmsa útivistarmöguleika fyrir almenning
seint er í rassinn gripið með að hugsa fyrir skógrækt í Fossvogsdalinn fyrst ekki mátti gera það, eða láta þann skóg sem fyrir var í dalnum standa þegar allt var rifið upp og byggð þéttist. Og hvað vindátt snertir, þá eru einu vindáttirnar þar norðaustan og suðvestan áttir og þ´r eru ekki slæmar nema að vetri svo að tré myndu ekki gera mikið gagn nema þá til að safna kring um sig snjósköflum, þarna var ég alin upp þegar dalurinn var hálfgerð sveit með kúm,kindum, hænsnum og nokkrum öndum.
Það er munur á að planta nokkrum trám niður og að fara í skógrækt. Það vantar ekki heilan skóg í Fossvogsdal. Stöndum vörð um græn opin svæði í borginni.
Innlögn og norðanátt geta gert smá gust um Fossvogsdalinn sem annars er nokkur sælureitur. Með fleiri trjám þar verður enn skýlla og landið liggur þannig að það hefur ekki teljandi áhrif á útsýni þeirra sem þar búa.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation