Hvað viltu láta gera? Breyta/betrumbæta núverandi sjósundsaðstöðu norðan við Klébergshöfða, eða sunnan við hjá hreinsivirkinu neðan Fólkvangs. Núverandi aðstaða er ágæt til síns brúks en hvernig væri að fá aðlaðandi aðstöðu sem ýtir undir meiri aðsókn? Lítil en formfögur bygging sem inniheldur einfalda sturtu og smá afhengi. Einhvers konar aðgangsgjalds stýribúnaður líkt og með almennings salerni borgarinnar. Hvers vegna viltu láta gera það? Slík aðstaða myndi gera það að verkum að aðsókn í sjósund á Kjalarnesi væri ekki bundin við opnunartíma Klébergslaugar en gæti jafnvel stutt við þjónustuna þar. Aðstaðan í Klébergslaug tekur ekki við miklum fjölda fólks eins og er, komi hópur af sjósundsfólki þá skapast álag í Klébergslaug sæki þau þangað í sturtu og fataskipti. Bygging sem þessi (sjá mynd af áningarstað í Noregi, hannað af Haugen/Zohar arkitektum) myndi vera útibú Klébergslaugar, allur aðgangseyrir færi í rekstur og viðhald sjósundsbyggingar og Klébergslaugar. Eflaust hægt að bjóða upp á einhvers konar aðgengispakka, árgjald eða slíkt sem ýtir undir ásókn.
Það er nauðsynlegt að auðvelda aðgengið að fjörunni, núverandi aðstaða norðan við Klébergið er þannig að erfitt er að komast í sjóinn. Sjósundsfólk fer frekar sunnan við hreinsistöðina en þar þarf að klöngrast yfir grjót til að komast ofan í fjöruna. Það þyrfti að laga og útbúa aðstöðu eins og kemur fram í tillögunni.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation