Hvað viltu láta gera? Steypa ramp í fjöru neðan Búagrundar/Esjugrundar, til þess að auðvelda aðgengi að fjörunni. Rampurinn næði frá bakkanum með þægilegum halla niður fyrir mörk stórstreymisfjöru. Hvers vegna viltu láta gera það? Betra aðgengi í fjöruna neðan Grundarhverfis. Gangandi, sjósundsfólki, fötluðum og fólki með lítil börn gert auðveldara að komast niður í heillandi heim fjörunnar. Auðveldar sjósetningu fyrir kajakræðara og björgunarsveitina á Kjalarnesi. Stórir steypuflekar sem eru leyfar af gömlum rampi, eru á þessum stað. Engin prýði er af flekunum og þeir færast til í stórbrimi. Flekarnir hindra aðgengi og af þeim stafar slysahætta. Steypa hefur veðrast og járnteinar eru óvarðir. Í stað þess að fara í kostnaðarsama aðgerð við að fjarlægja flekana gætu þeir mögulega nýst sem undirstöður eða akkeri fyrir nýjan ramp.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation