Hvað viltu láta gera? Planta harðgerum runnum og jurtum meðfram fjöru, samsíða göngustíg. Fjölga þeim í hverfinu. Hvers vegna viltu láta gera það? Nú þegar eru ætihvönn og skessujurt við fjörukambinn. Hafþyrnir er seltu og vindþolinn runni sem mætti planta í karl- og kvenþyrpingar beggja megin göngustígs til prófunar. Fleiri stikils-, sól- og rifsberjarunna. Mjaðjurt var áður í breiðum um hverfið, koma henni til aftur. Villt íslensk jarðarber, garðablóðberg, burnirót sem lággróður. Markviss plöntun milli fjöru og göngustígar í nokkra reiti gæti haft áhrif til góðs: minnka sinumyndun, mynda stíga niður í fjöru á þægilegum stöðum, draga úr njóla og þistilbreiðum sem eru að dreifa úr sér og hindra fjöruaðgengi, skapa skjól við fjörukamb, hindra að rusl berist í sjó, auka berforða fyrir fugla og smádýr, auka á uppskeru fjölbreytni fyrir leikskólabörn og alla hverfisbúa.
Þetta verkefni hefur líka heilmikið fræðslugildi í náttúrufræði hjá nemendum leik-og grunnskólans.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation