Græni trefillinn - skógrækt og skjólbeltarækt

Græni trefillinn - skógrækt og skjólbeltarækt

Verkefnið snýst um ræktun skógar og skjólbelta norðan þjóðvegar í Esjuhlíðum og gæti verið stórt og metnaðarfullt verkefni fyrir Reykvíkinga.

Points

Ef verkefnið verður unnið í samræmi við markmið "Græna trefilsins" gæti það stóraukið möguleika til útivistar fyrir alla íbúa höfuðborgarsvæðisins.

Skjólbelti í Esjuhlíðum myndi auka útivistarmöguleika á Kjalarnesi og draga úr vindhviðum á þjóðveginum.

Auk þess að vera frábær möguleiki til útivistar þá myndi græni trefillinn gjörbreyta veðurfari, þ.e. draga úr vindi og ekki bara á Kjalarnesi, einnig víðar á höfuðborgarsvæðinu. Ég styð þessa hugmynd heilshugar og því fyrr sem hægt er að hefja framkvæmdir, þeim mun betra.

Allt land sem er milli hverfisins og Esjunnar (og er ekki nýtt undir landbúnað) gæti orðið að stóru og fallegu skógræktarsvæði sem myndi efla lífsgæði og búsetuskilyrði hverfisbúa mikið. Einnig myndi það skapa skjól fyrir alla þá sem ganga í skólann, íþróttahúsið og leikskólann á hverjum degi. Það er mjög mikilvægt að mynda gott skjól þar og þá dugir ekki að gera eitt skjólbelti. Það þarf að vera stór og myndarlegur skógur.

Algjört hagsmunamál fyrir íbúa hverfisins!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information