Það vantar klósett í Strætóhúsið í Mjódd, og umhverfið í kringum strætóhúsið þyrfti að vera notalegra, t.d. góðir trébekkir til að sitja á úti sem inni, jafnvel létt þak yfir planið þar sem vagnarnir stoppa og hugsa vel um þrif í kringum húsið.
.Kostar ekki mikið að laga bekki. Svo á að vera salerni í Strætóhúsinu í Mjódd . Kostar reyndar umhirðu.
Nú eru farþegar að koma og fara í langferðir frá Mjódd og flestir koma og fara með strætó þangað og svo áframm eitthvert út á land og hafa því ekki tíma til að fara í göngugötuna í Mjódd til að komast á snyrtingu, hef séð konu koma á hlaupum með 3 börn og ætla með þau á klósettið í strætóhúsinu, en það er lokað og hún í öngum sínum með börnin, var að taka vagn eitthver út á land. Steyptu bekkirnir sem fólki er boðið að sitja á utandyra eru algjör hörmung, og bekkirnir inni ekki notalegir.
Segðu.. .Kostar ekki mikið að laga bekki. Svo á að vera salerni í Strætóhúsinu ekki vísa í göngugötuna í Mjódd.. Það á að vera snyrting í strætóhúsunum í Mjódd og Hlemmi ..
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation