Uppl. um ferðir Strætó gerðar aðgengilegri
Sýnt hefur verið fram á hagræði þess að gera upplýsingar um almenningssamgöngur(Strætó t.d.) aðgengilegar opinberlega. Það getur aðstoðað mjög við nýsköpun á lausnum sem snúa að upplýsingagjöf til viðskiptavina. Þar sem þetta er gert, þarf fyrirtækið sem sér um samgöngurnar jafnvel ekki að þróa hugbúnað til að birta staðsetningu og tíma fyrir ökutæki. Áhugasamir taka það því í sýnar hendur, að búa til forrit til að auðvelda öðrum viðskitpavinum að sjá ferðir Strætó. http://bit.ly/iBiCeG
já, ég er að viða að mér upplýsingum um hvað hægt er að gera.
Þetta verð ég bara að athuga, þar sem ég veit ekki hvað þeir senda frá sér annað en GPS hnit.
Ég er búinn að búa til Android forrit sem birtir biðtíma í strætó: https://market.android.com/details?id=is.taktu_straeto
Mér sýnist þetta vera bara að fjara út eins og svo margt annað. Það hefur allavega ekkert gerst í þessu að mér vitandi. Hef jú eitthvað heyrt um að til standi að geta borgað með símum og kortum en það kemur þessari tillögu ekkert við. Hér er aftur á móti tengd tillaga sem ég hvet alla til að styðja: http://betrireykjavik.is/priorities/1559-timatoflu-straeto-a-google-transit-
Frábærar fréttir, Einar Örn !
Góð ábending, GRagnagar, Ertu með tillögu um hvernig mætti fikra sér í átt að betri lausn ? Gera tilraun með að veita opna aðgang að gögnum um t.d. tvær leiðir Strætó. Væri hægt að gera þetta Strætó nánast að kostnaðarlausu ?
Það eru nú þegar komið GPS upplýsingakerfi í strætó, og nú í byrjun árs verður það komið í snjallsíma þannig að hægt verður að fá rauntíma á strætó. Síðan verða LED skilti sem gefa til kynna hvenær og hvaða strætó kemur næst.
Mjög gott. Svona á að gera þetta. Til framtíðar!
Það er ekki verið að veita aðgang að upplýsingunum.. heldur vbúið til lokað forrit sem gerir alls akki það sem mig vantar.
mér sýndist vefur strætó hafa aðra tíma en stóð á töflunni við stoppistöðina hér
Eins og ég hef sagt áður, exposa allt sem hægt er með API, documenta hvað er í boði og leyfa svo forriturum að koma með hugmyndir að logic sem er hægt að nota þau gögn í.
GRagnar: hvað er það sem þig vantar? Þú tekur það ekki fram.
þá er það spurningin: hver er stoppistöðin „hér“ :)
Takk fyrir Einar Örn. Hvaða upplýsingar senda vagnarnir og hversu ört? Ég vil engu ráða en einfaldast væri að öll heimsins tæki hefðu tafarlausan aðgang að öllum upplýsingunum. Þ.e. öllum sendingum allrar strætisvagna frá upphafi og líka jafnóðum og þær berast.
btw, þegar ég segji forritara, þá meina ég utanaðkomandi forritara sem hafa aðgang að API'inu (helst almenning) og einfaldlega gefa þeim leyfi til að nota það í hvað sem er svo lengi sem þeir valdi ekki óþarfa álagi.
Það væri frábært að opna leiðakerfisgögnin - en það væri hreinn draumur að fá aðgang að gagnastraumi með upplýsingum um núverandi staðsetningar strætisvagna. Sjálfur er ég forritari (og strætónotandi) og mundi nota þessi gögn til að smíða lausnir sem gögnuðust öllum strætónotendum.
Skemmtileg samantekt á ýmsum forritum og tólum sem menn hafa búið til með sambærileg gögn og um ræðir. http://www.fastcompany.com/magazine/159/public-transit-data
Hefurðu skoðað þetta frekar Einar?
Frábært að heyra.
Ef Strætó myndi opna fyrir upplýsingarnar sem eru á vefnum á opinn hátt t.d. með web service API eða REST API þá gætu aðrir aðilar búið til ókeypis forrit fyrir Android eða iPhone sem gæti notað þær á margvíslegan hátt. Sem dæmi ef upplýsingarnar á bakvið rauntímakortið væru aðgengilegar þá væri hægt að búa til snjallsímaforrit sem myndi geta birt nokkuð nákvæmlega hver biðtími væri í næsta vagn miðað við hvar notandinn væri staddur.
Það er verið að opna svona port fljótlega.
já ok það er stöðin við iðufell, , og sýndist ekki passa það sem strætóvefurinn sagði um þá stöð, vá , einar örn skrifaði til mín
Já ég sá rauntímakortið sem var komið á straeto.is og ég byrjaði strax að skoða hvernig það virkar, og það er mjög einfallt. Ég hef skráð það sem ég fann hér: https://github.com/Kjarni/StraetoRouteAPI/wiki
Fyrsta Android Appið er komið: https://market.android.com/details?id=com.aldasoftware.bus&feature=search_result#?t=W251bGwsMSwyLDEsImNvbS5hbGRhc29mdHdhcmUuYnVzIl0.
Þetta er ekki orðið nægilega gott ennþá því miður. Það er komið rauntímakort á straeto.is en gögnin á bak við það eru hvergi aðgengileg í gegnum margumtalað API. Sama á við um staðsetningar strætóskýla og stoppistöðva og eins með leiðakerfið sjálft. Núna er fólk úti í bæ að reyna að "skrapa" þessar upplýsingar af vef Strætó sem er alveg vonlaust. Strætó (fyrirtækið) á ekki að vera að hafa áhyggjur af því að liggja á gögnum eins og ormur á gulli. Það á að gera þessar upplýsingar aðgengilegar á tölvulesanlegu formi (í gegnum API) svo framtakssamir einstaklingar geti notað þau og búið til sniðugar lausnir sem svo aftur fjölga strætófarþegum... eitthvað sem á endanum kemur Strætó til góðs! Það virðist eins og Strætó vilji reyna að græða á þessum gögnum á einhvern hátt en ég á erfitt með að sjá hvernig það getur orðið, þeirra bissness er að keyra fólk á milli staða.
þetta er allt þegar aðgengilegt, ég skráði aðeins niður hvernig þetta er notað: https://github.com/Kjarni/StraetoRouteAPI/wiki Þetta er API, þ.e. þetta er json API. Kannski koma þessu til strætó.is https://github.com/Kjarni/StraetoRouteAPI/wiki/Bugs
@Gunni: Nei, þetta er ekki "aðgengilegt". 1) API-inn er hvergi skjalaður af strætó. Það að hann sé "opinn út á vefinn" þ.e. ekki lokað fyrir aðgang, þýðir ekki að hver sem er megi nota hann. Þetta þarf að vera skjalfest og staðfest af Strætó bs. til að geta talist opinn og aðgengilegur API. 2) Eins og þú bendir á í bögg listanum þínum vantar haug af upplýsingum í þessi gögn. T.d. einkvæm númer á vagna, staðsetningu biðskýla og leiðakerfið. Þetta er langt frá því að vera eins og það ætti að vera. En eins og Einar bendir á koma vonandi fréttir af málinu í vikulokin. Ég hlakka til að heyra hvað verður opnað "almennilega" þá.
Sæll Stefán, takk fyrir þetta. Geng í málið. einar.
Nýjustu upplýsingar: þetta á að vera tilbúið í enda vikunnar. Þetta er þá handan við hornið.
Nýjustu upplýsingar: þetta á að vera tilbúið í enda vikunnar. Þetta er þá handan við hornið.
Nemendur tengd Advania lentu í vanda með leyfi til að nota gögn Strætó : http://www.advania.is/um-advania/blogg-advania/blogg/?newsid=43c7c6af-0bb8-49ae-9090-011628784076
Endilega halda þessu máli vakandi. Er eitthvað að frétta, Einar Örn?
Er eitthvað að frétta af þessu máli eða er það alveg dautt?
Er eitthvað að frétta af þessu? Er einhver að fylgjast með þessum vef?
Er ekkert að gerast í þessu máli? Á ekki að opna neitt fyrir aðgengi að gögnum strætó?
Sælt veri fólkið. Mér hefur nýverið falið þetta verkefni fyrir hönd Strætó og ég er að opna gáttina í þessum töluðu orðum. Það á eftir að slípa ferlið og verið er að leita hjálpar hjá Félagi um stafrænt frelsi á Íslandi með það, en það er hægt nú þegar að sækja um aðgang og fá. Slóðin er http://www.straeto.is/um-straeto/utgefid-efni/rauntimaupplysingar/ Endilega sendið mér ábendingar á [email protected] - en ég legg áherslu á að ferlið er enn í mótun, það er bara betra að opna og fá athugasemdir heldur en að halda þessu lokuðu þar til allt er orðið fullkomið.
Þetta er frábær hugmynd, ég hef einmitt nýlega haft þessa hugmynd og var að velta fyrir mér að hafa samband við strætó um að framkvæma þetta. Ég gæti meirasegja boðið mig fram til að forrita svona API sem forritarar gætu svo notað og búið til eitthver frábær apps eða eitthvað álíka.
Mér finnst að það ætti að stofna opinn hóp áhugasamra borgara sem fengi allar upplýsingar um hvaða upplýsingar séu fáanlegar. T.d. hversu oft hver strætó sendi staðsetningar upplýsingar? Síðan finnst mér að hver sem er ætti að hafa aðgang að "hráum" upplýsingunum. Það gefur möguleika á að t.d. krakkar geti búið til sniðug og skemmtileg forrit sem nota upplýsingarnar með óvæntum hætti.
Mikilvægt væri að geta séð tímaáætlun sem sýnir líka hvenær leiðir koma á öðrum stöðum en þar sem maður er staddur. Ef ég er ekki notandi leiðarinnar almennt - verð ég að geta séð auðveldlega hvaða vagn ég ætti að taka til að koma tímanlega ... ekki allt of snemma og ekki of seint - og þannig nýtast ferðir og tími betur!
Það eru GPS tæki og fjarskiptabúnaður í öllum strætisvögnum núna. Það er búið að smíða demó forrit sem sýnir staðsetningu allra vagnanna á korti, uppfært á nokkurra sekúndna fresti. Það þyrfti mjög lítið til að gera þetta aðgengilegt almenningi, eina sem þarf er ákvörðun um það frá stjórnendum strætó.
Borgarstjórn Edinborgar opnaði þetta og til varð frítt open source app fyrir Android. Sjá link.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation