Göngustígurinn er mikið notaður allan ársins hring en má muna fífil sinn fegri, mikið af gróðri við hann er úr sér vaxinn eða dauður, stéttar ójafnar og slíkt.
Það er líka þörf á því að setja hlið við göngustíginn milli Háaleitisbrautar og Safamýri svo ekki sé hægt að koma vélknúnum hjólum þarna um.
Flestir íbúar hverfisins nota einhver hluta þessa göngustígs í hverri viku og með því að snyrta hann til yrði hverfið fallegra. Fólk myndi ganga betur um og njóta útiverunnar meira.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation