Bifreiðar ungra ökumanna í Rvk verða merktar. Nýr ökumaður.
Já, hví ekki?
Ég er ekki viss uma að það sé snðugt, gætum við þá ekki merkt alla sem eru 65ára+ (Amma að keyra) og framvegis
Síðastliðna mánuði hafa banaslys ungra ökumanna valdið óhug almennings. Staðreyndin er einfaldlega sú að ungir ökumenn eru ekki orðnir fullmótaðir ökumenn þegar þeir fá bílpróf og tel ég að hækkun bílprófsaldurs hafi ekkert um það mál að segja. Því er í raun ótrúlegt að þeir séu settir nánast eftirlitslausir inn í umferðina. Lausnin sem ég kem með er að skylda unga bílstjóra til þess að keyra með merkingu þar sem stendur á nýr bílstjóri. Kæmi bæði óöruggum og ofur öruggum bílstjórum til góðs.
Það sem þetta myndi sennilega seint teljast 'cool' merking, þá er ég hræddur um að þorri þessara ungu ökumanna myndi ekki keyra með þessa merkingu, þannig að ég er ekki viss um að árangurinn yrði mikill.
Það er erfitt að sjá hvernig þetta myndi gera þá að öruggari ökumönnum. Slysin sem ungir ökumenn valda eru jafnan vegna of mikils hraða. Sá hraði myndi ekki minnka, né verða öðrum vegfarendum augljósari með einhverri sérstakri merkingu um að ökumaður tilheyri áhættuhópi.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation