Að minnka umferð á gatnamótum Barónsstígs og Egilsgötu (við Austurbæjarskóla)

Að minnka umferð á gatnamótum Barónsstígs og Egilsgötu (við Austurbæjarskóla)

Það þarf að finna leiðir til að minnka umferð bíla á þessum gatnamótum, en umferð er sérstaklega mikil á morgnana þegar grunnskólabörn mæta í skólann. Stór hluti nemenda Tækniskólans mætir á bíl og þessi gatnamót eru hættuleg gangandi vegfarendum, stórum sem smáum.

Points

Umferð á gatnamótum Barónsstígs og Egilsgötu er mjög mikil á morgnana þegar stór hluti nema Tækniskólans mætir á bílum sínum í skólann. Á sama tíma eru nemendur í Austó að koma gangandi í sinn skóla. Börn austan Barónsstígs koma gangandi þessa leið í skólann. Það er alveg ástæðulaust að breyta öllum auðum svæðum í grennd við grunnskóla í bílastæði. Meðfylgjandi myndband er tekið á núverandi bílastæði, fyrrverandi leiksvæði.

Bráðnauðsynlegt að finna lausn á þessu, minnka / hægja á umferð sem allra fyrst. Mesta furða að ekki hafi orðið alvarlegt slys þarna.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information