Leigubílabiðskýli

Leigubílabiðskýli

Setja upp leigubílabiðskýli upp í Lækjargötu eins og áður var. Það var mikil afturför þegar skýlið í Lækjargötu var fjarlægt fyrir mörgum árum. Á annarsömum helgarnóttum er fólk um alla götu veifandi eftir leigubíl og skapar það mikla hættu. Áður fyrr þegar skýlið var fyrir hendi fór fólk í skipulagða röð og afköst okkar leigubílstjóra var mun meiri heldur en nú er. Ég heyri það á því fólki sem ég keyri að það er mjög óánægt eftir þessa breytingu. Vonast eftir að þið breytið þessu hið skjótasta.

Points

Eftir að skýlið var fjarlægt úr Lækjargötu var sett upp skýli í Tryggvargötu sem er ekki að virka af augljósum ástæðum. Leigubílar fara ekki að taka á sig langan krók til að fara í skýlið í Tryggvagötu vegna þess að þeir eru löngu búnir að fá veifu áður en þeir komast þangað. Lækjargatan er einfaldlega besti kosturinn til að hafa skýli, þar sem greiðlegast er að komast að henni og frá henni út úr miðbænum það veit ég sem leigubílstjóri til margra ára vinnandi um helgarnætur, allir eru sammála...

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information