Bætt umferðaröryggi á gatnamótum Langholtsvegar og Hólsvegar
Þegar keyrt er upp Hólsveg að gatnamótum Langholtsvegar og Hólsvegar er skert sjón á komandi umferð norður Langholtsveg - mætti hafa umferðarspegil. Einnig á gatnamótum Efstasunds og Hólsvegar er hægri réttur sem margir átta sig ekki á og keyra hratt yfir gatnamótin - þarfnast úrbóta, spurning með hraðahindranir, þrengri götu til að draga úr hraða eða stöðvunarmerki/biðskyldu sbr. gatnamót ofar Kambsvegur/Hólsvegur og Hjallavegur/Hólsvegur.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation