Planta trjám sunnan við gangstíginn framhjá Réttarholtsskóla
Sunnan við gangstíginn (hitaveitustokkinn) framhjá Réttarholtsskóla í austurátt eru 3 bílskúralengjur sem tilheyra Ásgarði 75 og eru alltaf meira og minn útkrotaðar og sóðalegar. Ef plantað yrði trjám eða runnum þarna yrði það yndisauki fyrir alla þá sem ganga eða hjóla þessa leið og það myndi koma í veg fyrir að krotarar geti athafnað sig eftir einhver ár. Þetta þyrftu ekki að vera margar plöntur og ekki dýrt.
Eigendur í Ásgarði 73 -77 eru fullfærir um að sinna útliti sinna eigna. Okkur hinum kemur ekkert við hvernig þeir leysa viðhaldsmál og skemmdarverk á sínum eignum.. Ekki okkar að taka fram fyrir hendurnar á þeim. Tré og runnar þarna hamla útsýni, en einungis 3 ljósastaurar eru á svæðinu. Reyndar er svæðið milli bílskúranna og göngustígs "í borgareign" þetta er spurning um viðhald á eignum í séreign.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation