stöðumæla á Bergstaðastræti

stöðumæla á Bergstaðastræti

stöðumæla á Bergstaðastræti

Points

Hluti Bergstaðastrætis er án stöðumæla. Hluti húsanna við sömu götu eru án einkabílastæða. Þar sem gatan er í nánd við götur þar sem greiða þarf fyrir bílastæði fyllast þessi gjaldfrjálsu bílastæði jafnóðum og þau losna. Íbúar rúnta um hverfið í leit að stæði. Íbúar götunnar þyrftu að geta keypt íbúakort. Annað hvort þarf að breyta reglum um íbúakort þannig að fleiri geti keypt þau, (þau eru ekki gjöf!) eða setja gjaldskyldu á fleiri stæði.

Kannski mætti útvíkka þessa hugmynd og segja að það ættu að vera stöðumælar alls staðar í póstnúmeri 101. Þeir sem upplifa muninn á svæðum með gjaldskyldu og án þeirra eru alltaf ánægðir með að hafa fengið gjaldskylduna.

Ég sé annars engan rökstyðja "á móti" það væri gaman að sjá hvað það er sem fólk fyrir sig í þessum efnum.

Mér lýst ágætlega að gera hluta Bergstaðastrætisins gjaldskylt. Það mætti athuga að opna bílastæði á móti Hótel Holt og bæta við stöðumælum. Það er í eigu hótelsins og er oftast lokað almenningi, sjaldan bílar á stæðinu. Það þykir mér afar mikil sóun á góðu rými.

Eða... hætta með öll opinber „bílastæði“ í miðborginni og þröngva þannig bílum inn í þar til gerð bílastæðahús. Þá opnast rými fyrir hjólareinar OG allir íbúar sem eiga ekki einkastæði á sinni lóð sitja við sama borð.

Þetta er eini hluti Bergstaðastrætis og raunar þessa hluta Þingholtana sem ekki er gjaldskyldur, og því tímabært að ljúka gjaldskyldu í hverfinu svo allir íbúar sitji við sama borð.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information