Samgöngumiðstöð í Mjóddina,hraðtengingu við Kef-Flugvöll.
Staðsetning Mjóddarinnar er ákjósanleg fyrir hraðtengingu við Flugvöll Leifs Eiríkssonar, leiðanet um allan bæ, liggur einnig vel við leiðum norður og austur á land. Losnum við óþarfa umferð í gegnum borgina. Þegar þetta verður komið leggst flugvöllurinn í Vatnsmýrinni niður af sjálfu sér.
Það er ekki skynsamlegt að gera hraðtengingu á milli Mjóddar og Keflavíkurflugvallar, þegar of fáar strætóferðir eru annars vegar. Mig minnir að það sé ætlunin að hafa hraðlest milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar, en að eyða peningum í eitthvað svona rugl, er fáránlegt, þegar fjölga þarf strætóferðum. Hérna þarf að beita skynseminni og forgangsraða verkefnum. Fyrst þarf að fjölga strætóferðum, svo þarf borgin að eyða peningum í það sem þarf að gera og svo má nota peninginn í flottheit.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation