Hugmyndin snýst um að bæta við gönguljósum, færa til gönguljós eða girða milli akgreina við Geirsgötu til að bæta umferðaröryggi gangandi vegfarenda sem leggja á Miðbakkanum.
Það eru áform um að bæta við byggingum þarna í grend og tengja miðborgina betur við Hörpu og við nýju húsin. Það mundi vera að fara í öfuga átt að setja þarna upp girðingar.
Þveranir við Hörpu sem eru án stýringar virðist virka mjög vel. Það sýnist mér þegar ég á þarna erindi sem er nokkuð oft.
Nær er að draga úr vandið við rótum, þess og reyna að lækka hraða bíla sem fara um Geirsgötu. Að girða gangandi inni til að vernda þau lyktar af ásökun fórnarlambs og verndun gerandans. Þá hefur lækkun umferðarhraða marga aðra kosti í för með sér.
Þeim sem leggja á bílastæðum Miðbakkans er bráð hætta búin þegar þeir hlaupa yfir Geirsgötuna þar sem umferð er mjög hröð. Bílastæðin skipta hundruðum og eru þéttsetin alla daga. Fæstir taka á sig krók til að nota gönguljós og þetta er sérstaklega hættulegt í myrkri, vondu skyggni og jafnvel hálku. Eitthvað þarf að gera áður en slys hlýst af.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation