Engar reykingar í strætóskýlum

Engar reykingar í strætóskýlum

Sett yrðu upp merki inni í strætóskýlum til að gefa það til kynna að reykingar eru bannaðar þar. Einnig mætti setja upp stubbahús fyrir utan skýlin til að draga úr sóðaskap á svæðinu.

Points

29.nóvember 2013: Hugmynd færð úr málaflokknum "ferðamál" í málaflokkinn "samgöngur".

Það er fátt jafn leiðinlegt og að þurfa að bíða eftir strætó í roki og/eða rigningu. Það bætir ekki úr skák ef einhver tekur upp sígarettu og kveikir í henni inni í skýlinu og flæmir um leið aðra út úr því. Ég hef rætt þetta við reykingarfólk sem ég hef staðið að verki en því finnst það í alveg jafn miklum rétti að nota skýlið og þeir sem reykja ekki. Mér þætti líka eðlilegt að í framhaldinu yrðu stubbahús sett fyrir utan strætóskýlin í von um að sóðaskapur reykingarfólks minnkaði .

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information