Reiðhjólastanda fyrir utan leikskólann Langholt (og reyndar alla leikskóla)

Reiðhjólastanda fyrir utan leikskólann Langholt (og reyndar alla leikskóla)

Æ algengara er að foreldrar komi með og sæki börn sín í leikskólann á hjóli. Mín tillaga er að taka bílastæði við leikskólann undir reiðhjólastanda þar sem foreldrar geta stillt upp og læst við hjólunum sínum á meðan þeir sinna erindum sínum í leikskólanum.

Points

Fólk þarf að skilja hjólin sín eftir í reiðileysi fyrir utan leikskólann hvar þau fjúka jafnvel um koll. Það að taka bílastæði undir reiðhjól sýnir virikilega að hjólreiðar eru raunhæfur samgöngumáti. Fólk á ekki að lenda í vandræðum með að leggja hjólum sínum örugglega þegar það sinnir daglegum erindagjörðum sínum.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information