Hugmyndin felst í því að stækka hluta af þeim strætisvagna stoppistöðvum sem nú eru í notkun og bæta við þær ýmsum möguleikum. Helst ber að nefna: aðstöðu til geymslu reiðhjóla, biðstæði fyrir bifreiðar þeirra sem eru að taka á móti farþegum almenningsvagna, leigubílastæði, WC, upphituð skýli og fl.
Eins og áður sagði felst hugmyndin í því að útvíkka notkun stoppistöðvanna með það að leiðarljósi að gera almenningssamgöngurnar að eðlilegri hluta af lífi borgarbúa og minnka vægi einkabílsins. Undirritaður telur að um einfalda og ódýra aðgerð sé að ræða sem muni auðvelda mjög almennari notkun almenningssamgangna sem einnig muni skila sér í sparnaði við viðhald gatnakerfisins ásamt sparnaði í útvíkkunum þess ef hugmyndin verður til þess að notkun einkabílsins dragist saman eða standi í stað.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation