Hraðleið sem ætti að vera raunhæfur kostur fyrir vinnandi fólk til að komast hraðar úr úthverfum borgarinnar niður í bæ. Hraðleiðin mundi bara stoppa á útvöldum stöðum og því ekki þræða allar götur hverfanna. Gott væri ef góð hjóla aðstaða væri á þessum stoppistöðum. Hraðleið gæti farið frá kjarna Grafarvogs sem er spöngin niður í bæ. Leiðin færi þá t.d. beint úr Spönginni uppí Ártún og þaðan niður í bæ eða Breiðholti niður í bæ.
Leið sex úr Grafarvoginum er skelfilega löng enda lengsta leiðin skilst mér. Hún þræðir hverfið þannig að það tekur nánast 20 mín að komast út úr hverfinu. Það að taka til dæmis strætó úr Grafarvogi niður í Borgartún tekur um 40 mínútur. Það mætti reyna gera strætó að hraðari samgöngumáta heldur en einkabílinn að stærstu atvinnusvæðum borgarinnar s.s. Höfðinn, Grensás, Borgartún og Laugarvegi sem dæmi.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation