Flottar hjólabrautir hafa verið gerðar í Vesturbænum, í gegnum Skerjafjörð og út í Nauthólsvík. Göngustígurinn meðfram ströndini í Skerjafirði hefur verið gerður alfarið að göngustíg en stór hluti hjólreiðamanna velur samt að hjóla meðfram ströndinni. Það er hættulegt fyrir gangandi fólk þar sem engin skipting er á stígnum, Tillagan er að setja einhverja sniðuga hindrun, jafnvel líkt og hjólin sem loka Laugaveginum til þess að minnka þar hjólaumferð og beina henni á hjólabrautina.
Margt fólk nýtur þess að ganga eða hlaupa meðfram ströndinni, ítrekað koma hjól á háum hraða, jafnvel í báðar áttir samtímis og fólk þarf að koma sér út í grasið til að verða ekki fyrir. Þar gengur margt eldra fólk, börn, hundafólk og fleiri og það er svo mikil óþarfi að ekki upplifa öryggi á göngu þegar svo flott hjólabraut er til staðar í gegnum Einarsnesið og út að Nauthólsvík eða Ægissíðunni. Það er flott að svo margir eru farnir að hjóla og við getum gert það öruggt í sátt og samlyndi.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation