Hætta við sameiningu unglingadeildar Hamra,Húsa og Foldaskól

Hætta við sameiningu unglingadeildar Hamra,Húsa og Foldaskól

Hætta við sameiningu unglingadeildar Hamra,Húsa og Foldaskól

Points

Nr.1: Unglingarnir frá Húsa og Hamraskóla verða alltaf "gestir" í Foldaskóla. Nr.2: Stærri skóli, stærri vandamál. Nr.3: Umferðaröngþveiti á morgnanna við Foldaskóla. nr.4: Of langt fyrir unglinga Húsa og Hamrahverfis að ganga á milli skóla og heimila og erfitt að stunda félagslífið að kvöldlagi v.fjarlægða. Nr.5: Of mikið rask fyrir lítinn ávinning en ekki hefur verið sýnt fram á mikinn gróða af þessari breytingu fyrir borgina.

Fólk kaupir eignir við barnaskóla sem eru heilstæður þannig að börnin geti verið í sama skóla alla sína formlegu skólagöngu. Ég gerði það og keypti við Húsaskóla en ef ég hefði vitað af þessu þá hefði ég keypt annars staðar eign nær s.s. Foldaskóla. Ég er viss um að eignin mín lækkar í verði þar sem barnafólk mun ekki hafa áhuga á að kaupa eignina þar sem hún er skyndidlega of langt frá unglingaskóla!!!! Ætlar Reykjavíkurborg að greiða mér lækkunina á fasteignaverðinu????

Aukinn kostnaður foreldra vegna strætóferða og aksturs vegna frístundaheimilis og almennra félagsstarfa

Bý yst í Hamrahverfinu, héðan þarf að ganga í gegnum Hamrahverfið og eftir Fjallkonuveginum að Foldaskóla. Þetta er of löng gönguleið, virðist vera uþb 20-25 mín ganga. Sem er óásættanlegt. Strætó hættur að ganga um hverfið. Í veðri eins og hefur verið í vetur má búast við að börnin verði köld, blaut og hrakin.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information