Sundbrautir við stofnbrautir
Þórgnýr: Ertu þú einhver skoðanalögga á þessum síðum? Má ekki leggja hér fram óvanalegar hugmyndir? Er það bara íbúalýðræði ef íbúarnir leggja fram tillögur sem eru eins og þær sem stjórnmálamennirnir hafa á oddinum? Eiga íbúarnir að þykjast að vera litlir pólitíkusar með sömu rökin og sömu tillögurnar? Og sömu fyrirlitninguna fyrir skoðunum annarra sem má lesa af athugasemd þinni? Ég lagði fram góð og sterk rök fyrir þessari tillögu og tillagan er skýr og skemmtileg — þótt hún sé vissulega nýstárleg. Hún á betra skilið en umvandanir frá þeim sem vilja aðeins tillögur og pex gærdagsins.
Enn frekar! Ný hugmynd: „Gerum lítið úr íbúalýðræði með því að troðfylla vefinn af allskonar helvítis rusli!“
Ók. Rétt hjá ykkur. Leyfið mér að endurorða svo ég hljómi ekki eins og skoðanalögga: Mér finnst þessi hugmynd ekki góð.
Þetta er náttúrulega absúrd hugmynd og myndi sóma sér frábærlega í verki eftir Ionesco. Hún er að því er virðist algerlega út í hött og ónytsamleg. Mér fannst hún mjög myndræn og skondin og sá hana strax fyrir mér sem hluta af bók eða kvikmynd. En... hún ber vott um frjóan hug og er skapandi og getur þannig leitt af sér ýmislegt gott, vakið hugrenningar, myndað ný tengsl, kveikt aðrar hugmyndir o.fl. Listin er lífið. Lífið er pólitík. Húrra.
Grafa þarf niður sundbrautir við helstu stofnbrautir svo borgarbúar geti synt í vinnuna. Einfaldar einstefnubrautir sitthvorum meginn götunnar duga — þó svo breiðar að hægt sé að taka framúr. Fjöldi Reykvíkinga syndir daglega. Með sundbrautunum má nýta sundið til að komast til og frá vinnu og spara bæði bensín og draga úr mengun. Þar sem mishæðótt er má hafa vatnsrennibrautir annars vegar og einskonar laxastiga hins vegar. Þegar frystir geta borgarbúar farið á skautum til og frá vinnu.
Til að byrja með eru þetta dýrar framkvæmdir, enn fremur er hætt við því að þetta dragi úr öryggi fyrir gangandi vegfarendur. Enn fremur þyrfti ógrynnin öll af sundlaugavörðum, nú eða endurmennta lögregluflotann og láta þá keyra um í kafaragöllum verði framin umferðarlagabrot á sundbrautunum. Þess utan þyrftu þeir að hafa sjóketti í eftirdragi á lögreglubílunum (og ekki eru þeir ódýrir). Enn fremur velti ég því fyrir mér hvernig sundbrautirnar virki á gatnamótum. Er til nóg heitt vatn í þetta?
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation