Strætóbiðstöðvum í Reykjavík verði umbreytt í rólur. Fyrst um sinn væri hægt að setja upp eina rólustoppistöð á áberandi stað í borginni til prufu, t.d. á Lækjatorgi, fyrir framan MR eða við Háskóla Íslands.
Rólustoppistöðvar myndu setja skemmtilegan brag á borgina og létta farþegum strætó biðina eftir næsta vagni. Þær myndu einnig auka á ánægju túrista í borginni sem og efla ímynd Reykjavíkur sem framúrstefnulegrar og vingjarnlegrar borgar með fólk í fyrirrúmi.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation