Loka Birkimel fyrir rútu og fjallatrukkaumferð á ákveðnum tíma sólarhrings. Birkimelur er íbúagata. MIkil aukning hefur verið á hávaða eldsnemma á morgnana, sérstaklega á sumrin, þegar rútur og fjallatrukkar aka eftir götunni frá Hótel Sögu. Vegna hraðahindrunar eykst þessi hávaði þegar þessi stóru bílar þurfa að hægja á sér og lækka gír. Hægt væri að beina umferðinni á Suðurgötu þar sem ekki er íbúabyggð á þessu svæðii.
Það er mikilvægt að virt sé gamla reglan um að vera ekki ,með ónæði eftir kl. 10 á kvöldin til venjulegrar fótaferðar. Þessi læti í bílunum eru eldsnemma - kl 5 og 6 á morgnana á sumrin. Nauðsynlegt að geta sofið við opinn glugga án þess að vakna við óvenjulegan umferðarhávaða. Vanaleg umferð um götuna hefur ekki truflað og oft er traffík vegna viðburða í Háskólabíói en það er á skikkanlegum tímum. FRIÐ TIL AÐ SOFA ÚT!
Lokun Birkimels fyrir þungaumferð
Minnkað aðgengi skapar meiri umferð. Þrengingar sem nú er verið að setja í götuna eru einungis til þess fallnar að hægja enn meira á umferð þarna um og valda með því bæði meiri mengun og auka hávaða.😖 Strætó keyrir þessa leið og því er frekar kjánalegt að ætla að 2 rútur sem ganga á svipuðum tíma og strætisvagninn valdi meiri truflun en sá síðarnefndi.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation