Viðhald og viðbyggingar við Hagaskóla.

Viðhald og viðbyggingar við Hagaskóla.

Húsnæði Hagaskóla er þegar orðið of lítið og mötuneytisaðstaða og eldhús anna ekki þeim nemendafjölda sem er við skólann. Viðhaldi hefur verið ábótavant og nú þarf að fá úttekt sérfræðinga til að meta þörfina og forgangsraða þeim verkefnum sem brýnast er að fara í sem fyrst til að ekki verði óbætanlegt tjón á húsnæði skólans.

Points

Hagaskóli er góður skóli en nú er komið að þeim punkti að huga þarf að endurbótum og viðhaldi. Það er auðsýnt að það þarf að byggja við skólann á allra næstu árum og viðhald er orðið aðkallandi. Foreldrafélag Hagaskóla hefur ályktað um málið og það hefur verið tekið fyrir í nefndum og ráðum skólans. Skólastjórnendur telja að þetta þoli ekki lengri bið. Aðgerða er þörf.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information