Gamla stýrikerfið á gönguljósunum yfir Hringbraut v/Bræðrabs
Gönguljósunum við Hringbraut (hjá Bræðraborgarstíg) var nýlega breytt þannig að nú fá gangandi vegfarendur ekki grænt ljós nema þeir ýti á takka. Bílaumferðinni er þó eins stjórnað og áður, sjálfvirkt. Þannig koma gjarnan upp þær aðstæður að bílarnir eru látnir stöðva þrátt fyrir að enginn sé vegfarandinn. Hér verður að gera ljósin sjálfvirk ef ekki á að þurfa að bíða til eilífðarnóns eftir grænum karli. Svona handstýrð ljós virka bara þar sem umferðin er einföld (dæmi upp við Landakot)
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation