Setja upp upphækkun/bungu á Grænastekk í framhaldi af gönguleið úr Stekkjahverfi í Elliðaárdalinn. Einnig þyrfti gangbrautarskilti og zebrabraut.
Meirihluta bílstjóra keyrir þarna á 50 - 60 km hraða þar sem er 30 km hámarkshraði. Svo myndi upphækkunin líka auðvelda hjólandi að fara þetta því upphækkunin væri þá í sömu hæð og stígurinn. Það væri því betra að setja zebrabraut og gangbrautarskilti. Ég skil ekki af hverju ekki er búið að gera þetta; Þarna er stígur í Elliðaárdalinn í framhaldi af þessum göngustíg í Stekkjahverfið
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation