Sóptæki ættu að fara yfir gangstéttar til að sópa burtu sandi eftir þörfum, en ekki bara á sumrin!
Bara þó það sé janúar þá er það engin ástæða til að sópa ekki gangstéttar! Þegar færðin er þannig að borgin ákveður að sanda gangstéttar þá þarf líka að sópa upp sandinn eins fljótt og hægt er - það á ekki að bíða fram á sumar! Að þramma um á grófum sandi allan daginn skemmir skófatnað, svo ekki sé minnst á hvað það er pirrandi að vera með heilan sandkassa ofan í skónum á hverjum degi!
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation