Laugavegurinn verði gerður að göngugöt frá 15. maí til 18. ágúst þetta sumarið.
15. maí valinn því þá eru framhaldsskólanemar og sumir háskólanemar búnir með próf og er þessi aldurshópur mjög sýnilegur í að nota sér göngugötuna. 18. ágúst er dagurinn eftir menningarnótt og er það séð hjá mörgum sem lok sumarsins. Göngugatan heppnaðist vel 2012 eins og hún hefur gert flest öll ár frá því hún opnaði og sé ég enga ástæðu fyrir því að ekki sé haldið áfram með hana. Göngugatan gerir laugarveg að skemmtilegri götu sem hægt er að njóta sumarsins á.
Laugavegur á að vera opin gata þar sem bílar geta keyrt um. Eldra fólk sem getur ekki gengið langar að versla á Laugavegi þar sem verð eru lág, miðað við Smáralind eða Kringluna. Þetta er dag satt. keypi mér bol í dag sem kostaði 2700 krónur viti menn sá sama bol á 5995 í Kringlunni. Hvernig stendur á þessum verð mun. Mér er sagt að eigendur kringlunar eru að sligast undan leigu, þess vegna sé verið svona hátt. Ég vill hinsvegar banna hjólreiðar á Laugavegi og meðferð dýra verði bönnuð.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation