Stigi með handriði og ljós í brekkuna við biðstöð Viðarhöfða

Stigi með handriði og ljós í brekkuna við biðstöð Viðarhöfða

Stigi með handriði og ljós í brekkuna við biðstöð Viðarhöfða

Points

Biðstöð Strætó á Vesturlandsvegi við Viðarhöfða er stórhættuleg. Þar er engin gangstétt en umferð mikill og hröð. Farþegar þurfa að paufast upp og niður snarbratta brekku og eiga á hættu að velta í veg fyrir bíla sem koma frá Viðarhöfða. Neðan brekkunnar er ekki heldur gangstétt. Ökumenn sem koma undan brúnni geta ekki séð gangandi vegfarendur fyrr enn á síðustu stundu. Einfaldur stigi með góðu handriði og ljósastaur eða kastari væru til mikilla bóta meðan betri leiða er leitað.

Það er hörmulegt að horfa á fólk krafla sig upp og enn þá verra að sjá fólk reyna að halda jafnvægi niður brekkuna að biðstöðinni. Þetta verður að laga áður en stórslys hlýst af. Verði ekki ráðin bót á þessu þarf að leggja niður biðstöðina og láta vagnana aka um Stórhöfða. Það er hættulegt að standa á biðstöðinni og auk þess ganga gusurnar frá umferðinni yfir þá sem bíða.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information