Göngubrú yfir Hringbraut hjá Þjóðminjasafninu

Göngubrú yfir Hringbraut hjá Þjóðminjasafninu

Hægt væri að byggja þarna brú fyrir gangandi vegfarendur og hjól. Þetta þyrfti ekki að vera stór framkvæmd og það væri vel hægt að ganga snyrtilega frá svona fyrirbæri.

Points

Umferðin á þessu svæði er gríðarlega þung jafnvel þegar það er ekki morgun eða síðdegisumferð. Það má ekki við því að það komi rautt ljós þarna á 2 mín fresti til að hleypa yfir gangandi farþegum. Það gæti létt á umferðarþunga töluvert ef ljósin þarna fengju að vera græn alltaf.

Hugmyndin ætti að færast inn á Betra Reykjavík, þar sem fjarhagsrammin er óskilgreindur... En brú eða göng lengir leið og orkueyðslu gangandi verulega. Undirgöng verða oftast óvistleg . Ef ætti að gera mannvirki mundi ég frekar segja Hringbraut í stokk undir Suðurgötu og mögulega alla leið að Njarðargötu. Lækkun hraða á yfirborði og gefa það aftur til gangandi hjólandi ásamt hægfara bíla. Smækka hringtorgið eða breyta í venjulegt borgargatnamót. En kannski er nóg bara að lækka hraðan í 30.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information