Samgöngmál í Reykjavík í forgang!
Innríkisráðherra kynnti nýlega 12 ára áætlun fyrir vegaframkvæmdir í landinu. Þar kemur fram að 240 milljarðar verði settir í jarðgögn, brýr og aðrar vegaframkvæmdir næstu árin. Stærsti hlutinn fer í kostnaðarsamar framkvæmdir úti á landi, jarðgöng á Vestfjörðum og víðar. Framkvæmdir s.s. Sundabraut og Miklabraut í stokk eru varla nefndar þrátt fyrir að þjóna mun fjölmennari hópi landsmanna. Borgarbúar aka lengri vegalengdir og verja mun meiri tíma í umferðinni daglega en aðrir landsmenn.
Í tengslum við fyrirhugaðar framkvæmdir við Háskólasjúkrahús þarf að endurskoða öll samgöngumál í Reykjavík. Í miðborg Reykjavíkur starfa þegar tveir stærstu háskólar landsins, stjórnsýslan, sjúkrahús ásamt fjölmörgum öðrum stofnunum, skólum og fyrirtækjum. Mikilvægt er að skapa heildræna lausn til frambúðar til og frá miðborginni og setja stofnbrautir í stokk eins og gert er víða erlendis. Klukkustundirnar sem Reykvíkingar verja í umferðinni daglega eru ekki hægt að réttlæta með neinum hætti.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation