Hvað viltu láta gera? Göngubrú yfir Miklabraut að Klambratúni. Mikill ávinningur fyrir hjólreiðafólk/skokkara og almenna brogarbúa að þurfa ekki að stöðva á ljósum til að komast ferða sinna. Að geta gengið óhindrað yfir Miklabraut að klambratúni í staðin fyrir að stöðva á ljósum og stöðva þar einnig umferð þar sem fyrir er mikill flöskuháls á annatíma. Hvers vegna viltu láta gera það? Löngu tímabært
Undirgöngin eru óhentug fyrir hjólreiðafólk, og notar það frekar gönguljósin.
Mun betra að stytta biðyíma gangandi á gönguljósunum
Bílar eiga að víkja fyrir vegfarendum, en ekki öfugt!
Þetta er illframkvæmanlegt vegna þess að það þarf langa rampa til að ná göngubrú yfir þessi gatnamót. Það pláss er ekki til staðar. Við þetta má bæta að fólk kýs yfirleitt frekar vel stillt gönguljós en að lengja leið sína yfir slaufur upp og niður göngubrú. Gönguljósin sem eru þarna rétt hjá hjálpa fólki að fara beint yfir á Klambratún. Við þetta má aftur bæta; það eru að koma stokkur. Göngubrú er ekki lausnin.
Á ekki að setja Miklubrautina í stokk einmitt á þessum stað alveg á næstunni? Svo eru undirgöng þarna núþegar sem kannski mætti bæta. Ég held að peningun um sé betur varið í önnur verkefni
Hefði átt að gerast þegar allt var þarna sundur grafið í marga mánuði. Svo eru reyndar undirgöng við Lönguhlíð sem ættu að nýtast ágætlega, það þarf örugglega að bæta aðkomu að þeim.
Mér líst vel á göngubrú þarna. Hún myndi létta mikið á umferðinni á mesta annatíma. Gönguljósin hægja mikið á umferðinni þarna og mynda flöskuháls eins og flestir þekkja sem eiga þarna leið um. Auk þess myndi brúin auðvelda gangandi/hjólandi fólki að komast á milli svæðanna. Sem dæmi er göngubrúin á Hringbrautinni við N1 að gera góða hluti fyrir alla.
Mun frekar ætti að bæta gatnamótin og fjarlægja þá tvískiptingu sem er núna á gönguljósum þegar farið er yfir. Göngubrýr festa götur í sessi sem hraðbrautir og eru ekki góð lausn fyrir gangandi (hvað þá hjólandi vegfarendur).
Kæri hugmyndahöfundur, þakka þér kærlega fyrir þátttöku þína í verkefninu Hverfið mitt. Yfir 1320 mjög góðar hugmyndir bárust og öll þátttökumet voru slegin. Fagteymi sérfræðinga verkefnisins hefur lokið við yfirferð hugmynda. Hugmyndin þín er ekki tæk* til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2020 - 2021. Um er að ræða þjóðveg í þéttbýli og breytingar því á forræði Vegagerðarinnar sem er veghaldari þjóðvega. Vegagerðin og Reykjavíkurborg eiga farsælt samstarf um úrbætur á þjóðvegum og verður tillögunni komið áfram til Vegagerðarinnar og skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar. Næsta skref í verkefninu er að velja þær hugmyndir sem eiga að fara á kjörseðilinn í hverju hverfi. Þetta skref fer fram á opnum aukafundum íbúaráða sem verður streymt á Facebook. Allir geta tekið þátt í þessum fundum. Þeir sem fylgjast með útsendingunni geta tekið þátt í uppstillingunni. Gaman væri að þú tækir þátt í því að vekja athygli á fundinum þegar hann verður í þínu hverfi sem og kosningunni þegar þar að kemur. Dagsetningar fundanna, hlekkir á Facebook eventa og nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni: https://reykjavik.is/uppstilling-kjorsedla-fyrir-hverfid-mitt. *Starfsfólks verkefnisins fer yfir innsendar hugmyndir og haft er samstarf við ýmsa sérfræðinga þegar metið er hvort hugmyndir uppfylla reglur verkefnisins. Nánari upplýsingar um yfirferðarferlið: https://reykjavik.is/hverfid-mitt-god-rad-fyrir-thina-hugmynd. Kær kveðja, Eiríkur Búi Halldórsson [email protected]
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation