Algengt er að bílar séu skildir eftir í gangi á meðan foreldrar fara inn að sækja á börnin og e.t.v. vantar frekari áminningu um að gera það ekki. Jafnframt er er oft lagt fyrir innkeyrslu að leikskólahúsinu sem ætluð fyrir vöruafhendingar, sjúkrabíla o.þ.h. en ekkert skilti er til að merkja þessa innkeyrslu sérstaklega.
Bílastæðið við leikskólann Seljakot er meðfram endilangri girðingu leikskólans og á henni er einungis eitt skilti sem hvetur fólk til að drepa á bílum. Á það er búið að krota svo það er ekki læsilegt. Það er líka greinilegt að það þarf að hvetja foreldra til að skilja bílana ekki eftir í gangi á meðan farið er inn á leikskólann. Einnig vantar skv. leikskólastjóra skilti sem bannar að lagt sé fyrir innkeyrslu fyrir sjúkrabíla, slökkviliðsbíla og vöruafhendingar.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation