Slökkva á ljósastaurum í mikilli dagsbirtu
Fyrir nokkrum misserum ákvað Rvk að slökkva fyrr á ljósastaurunum á morgnanna á veturna og kveikja seinna á þeim yfir daginn þegar byrjað var að rökkva. Þetta átti að spara nokkrar milljónir yfir árið. Gott og vel. En út frá þessu fór ég að taka eftir því undanfarið ár, að það hefur verið látið ljós loga á ljósastaurunum stundum langt fram á dag, og það jafnvel í flennibirtu, bæði á sumar- og vetrarmánuðum! Þar finnst mér því verið að spara aurinn og kasta þúsundköllunum!
Svo ég tali nú ekki um slysahættuna sem myndast að hafa litla birtu á þessum myrku tímum.
Ég skil Sigurður. Takk fyrir svarið og skýra málið fyrir mér :)
Það er erfitt að taka afstöðu til þessarar tillögu án þess að vita betur um hvernig Reykjavíkurborg ákveður hvenær er kveikt og slökkt á ljósastaurum og hversu lengu þeir loga á hverri árstíð.
Rvk er með kerfi sem metur ljósbirtuna á morgnana og eftirmiðdaginn og slökkva og kveikja á staurunum eftir því. Svo geta þeir væntanlega stillt það kerfi eftir hve mikla/litla ljósbirtu þarf til. Það er því síbreytilegt, a.m.k. á rökkurdögum. Það sem ég er aðallega að tala um er þegar það er MIKIL birta, t.d. um sumar. Ég var mjög meðvitaður um þetta seinasta vor/sumar/haust og get sagt að það er mjög oft kveikt á þeim þegar það er klárlega alger óþarfi.
Ástæðan fyrir því að kveit sé a´ljósstaurum er vegna þess að það er verið að skoða hvort að perur sé bilað, leiðsla sé eitthverstðaðar biluð og þetta er líka samingur við landnet, landsvirkjun og reykjavíkurborg og aðali í orkuveitu reykjavíku er að þeir eru með saming að ef það er framleit of mikið rafmagn inn á kerfi en er ekki notað þá kemur ójafværi inn á kerfið sem getur skemt tæki, til þess að mæta þessu þá hafa raforkufyrirtækin leifi til þess að jafnavæga það með því að setja inn aukaálag sem eru þá ljósastaurar. Sem sagt, til að hafa raforkukerfið í þéttbíli og kerfið í jafnvægi.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation