Göngustígar

Göngustígar

Það bráðvantar göngustíga á milli Húsahverfis og Korputorgs, til dæmis í stefnu frá N1. Það eru tvær góðar göngubrýr (önnur nýleg) á ánni og flottir stígar frá þeim til Korputorgs. Til að komast að efri brúnni, á núverandi göngustíg, frá Húsahverfi, þarf að ganga langa lykkju upp að umferðarbrúnni yfir Vesturlandsveg og storan krók, undir umferðarbrúna og þá fyrst kemur maður að brúnni yfir ána. (vantar nafnið). Engin leið er í boði í áttina að neðni göngubrúnni, nema malartroðningur og ófærur.

Points

Þar sem hreyfing er holl og mikil vakning í útivist, þarf að bæta og gera spennandi leiðir mögulegar. Svo væri gott að geta labbað/hjólað í búðina, já eða búðirnar, þar sem Korputorg bíður upp á marga valkosti. Svo er þetta einstaklega fallegt og notalegt umhverfi.

Það væri gaman og áhugavert, að fá viðbrögð fleyri íbúa Húsahverfis, um hugmynd að góðum göngustígum, á milli hverfissins og Korputorgs.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information