Á milli bílastæðis og gatna (Kirkjustéttar og Kristnibrautar) eru forljótir steinar sem safna bara rusli. Ég vil endilega sjá eitthvað fallegra þarna eins og tré og runna. Ég er ekki viss hver hefur forræði yfir þessu svæði eða bílastæðinu en bílastæðið mætti líka fegra með því að skipta því upp með eyjum, lýsingu, trjám og runnum.
Mikilvægt er að þessi miðja sé aðlaðandi fyrir íbúa og ekki síður þá sem geta hugsað sér að vera með einhvern rekstur í húsnæði sem nú stendur autt þarna. Þetta svæði er efst í hverfinu og oft mjög vinasamt, gróður myndi draga úr vindinum og veita skjól. Hver veit nema í framtíðinni væri hægt að setja út stóla og borð við bakaríið á góðum og sólríkum degi:-)
Nauðsynlegt að taka þetta svæði í gegn
Mér sýnist vanta samræmis á milli fyrirsagnar og texta. Þarf ekki að skrá þessu máli upp á nýtt og merkja þessu máli óvirkt ? Kirkjustétt er þessi skrýtni gata, http://www.openstreetmap.org/relation/2379387#map=17/64.12558/-21.75469 einmitt "efst í hverfinu" Grafarholti.
Gera ætti Langoltsveg að vistgötu svipaðri Háaleytisbraut,með þrengingum og gróðri. Umferð í kringum Langholtsskóla er allt of hröð og gatan er of breyð miðað við að um íbúðargötu við skóla sé að ræða.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation