Meira skjól í borgina - gróðursetja tré á skipulagðan hátt

Meira skjól í borgina - gróðursetja tré á skipulagðan hátt

Meira skjól í borgina - gróðursetja tré á skipulagðan hátt

Points

Ýmsar leiðir eru til að mynda gott skjól með skynsamlegri uppstillingu á götum, húsum, trjágróðri o.s.frv. Við Íslendingar eigum sérfræðinga í þessum málum en nýtum þá engan vegin innan borgarkerfisins! Oft þarf ekki mikið að gera til að gerbylta svæði sem sífellt rok er á – yfir í skjólgott og heitt svæði með allt önnur einkenni. Af hverju ekki að slá tvær flugur í einu höggi, grjóðursetja tré á skynsaman hátt víðsvegar um borgina – mynda þannig skjól og um leið fegra umhverfið til muna.

Það þarf ekki mikið til-en það þarf að byrja!

Það þarf ekki mikið til-en það þarf að byrja!

Mér þætti gaman að sjá tré aðskilja gangstéttir og hjólastíga frá umferðargötum, líka inni í íbúðahverfum. Þetta dregur úr mengun og gefur skemmtilegri borgarmynd. Það er erfitt að breyta mörgum núverandi stígum, en það væri vel hægt að setja það markmið að hanna nýja stíga eftir þessari uppröðun, og reyna síðan að koma slíkum breytingum við þar sem það er hægt.

Illa staðsett tré eru verri en engin tré. Í mörgum tilfellum fer betur að nota runna heldur en tré sem verða risavaxin, t.d. til að aðskilja hjólreiðarstíga frá umferðargötum og til að punta upp á bílastæði og torg.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information