Gera Laugaveginn og Suðurlandsbraut að hjólagötu.

Gera Laugaveginn og Suðurlandsbraut að hjólagötu.

Gera Laugaveginn og Suðurlandsbraut að hjólagötu.

Points

Allt skipulag í Reykjavík er fyrir bílaumferð. Gangandi og hjólreiðamenn og strætótakendur eru annars flokks þegnar. Þessu þarf að snúa við. Setja gangandi og hjólreiðandi númer 1. Þá fengjust fyrist fleirri út úr bílunum. Þá yrðu borgarbúar heilbrigðari. Það er skömm af því að stór hluti borgarbúa er of þungur. Það þarf að tengja saman heilbrigði og hreyfingu. Ég legg til að Borgarstjórn fari til Groningen í Hollandi. Þar er auðvelt að ganga og hjóla en flókið að keyra.

Hahaha... Reykjavík er náttúrulega bara ein stór brekka. :Þ Ég veit ekki hvort það er nokkuð hverfi í borginni sem getur talist jafnslétt, nema kannski miðbærinn og vesturbærinn :)

Mér finnst nú bara þessar litlu brekkur vestan Elliðaár ekki vera neitt til að tala um, auðvitað hægja þær aðeins á manni en það er allt og sumt. Við erum kanski að tala um 35m hæðarmun þar sem hann er mestur. Annars er bara betra að hafa fleiri brekkur því þá þarf maður að hafa meira fyrir því að komast á milli staða. :o)

Það er nú STÓR munur á gatnakerfi Hollands og Reykjavíkur hvað varðar hæðamun, þannig að það má nú ekki alveg bera saman epli og banana :) Annars hefur Reykjavíkurborg hingað til ekki staðið sig of vel í að skipuleggja svæðið miðað við gangandi og hjólandi umferð, en núverandi borgarstjórn hefur hins vegar snúið málunum við, og Efla var til dæmis fengin til að gera flotta greiningu á umbótum sem áætlað er að fara í, og hönnunartillögur að öllu framtíðarskipulagi. Það mun taka tíma, en framtíðin er vonandi betri en fortíðin.

Það má segja að það séu tvö hverfi í Reykjavík sem eru ekki á "jafnsléttu" en það eru Efra Breiðholt og Grafarholt. :o)

Hah! Já Baldur, það eru ekki allir í jafn góðu formi og þú. Þegar ég hjóla Miðbær, Nauthóll, Fossvogur, Elliðaárdalur, Seljahverfi, sem er nú ekkert sérstaklega langur túr, þá líður næstum yfir mig þegar ég stíg af hjólinu.. mér finnst þessi hækkun nú bara alveg nóg, thank you very much :)

Baldur er að vísa til þess í sinni röksemdafærslu að í Hollandi hefur hjólreiðakerfið forgang og bílar þurfa að keyra í 'kringum' það. Það má vel nýta sambærilega stefnu hér á Íslandi. Reykjavík er jú brattari.. en þess má þó geta að Sandnes, Þrándheimur og San Francisco eru allar töluvert mikið brattari en Reykjavík en eru SAMT taldar til bestu hjólreiðaborga í heiminum.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information