Skilja þarf að umferð gangandi og hjólandi yfir Álfheima milli Olís og verslunarkjarnans í Glæsibæ. Annað hvort með göngubrú eða undirgöngum.
Þeir sem hjóla þessa leið þurfa bæði að hjóla í hlykk þar sem umferð hjólandi og gangandi skarast við gatnamót Suðurlandsbrautar og Olís megin er mjög blind aðkoma fyrir alla aðila. Ég hef bæði orðið vitni að slysi þarna og margoft verið nálægt því að verða fyrir bíl þarna. Ekki bætir úr skák að beggja vegna gangbrautarinnar eru út/innkeyrslur á bílastæði sem ætti klárlega að loka af.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation