Í sjónum rétt austan við Geldinganes er yfirfallsrör fyrir heita vatnið frá Orkuveitu Reykjavíkur. Sér maður töluvert uppstreymi þar, sérstaklega á fjöru. Hugmynd mín er að búin verði til ylströnd inni í krikanum við veginn út í Geldinganes með því að færa yfirfallsrörið nær, með einhverri stjórn á hita, og tanginn, sem er fyrir yrði hækkaður ásamt veginum, sem þyrfti þá að sjálfsögðu að breikka. Bílastæði mætti útbúa Reykjavíkurmegin við eyðið.
Kjörið tækifæri til að búa til meiri afþreyingu fyrir borgarbúa - viðbót við Nauthólsvík.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation