Á Norðurlöndunum og víðar hafa gangandi vegfarendur forgang í umferðinni. Ökumönnum ber því skylda til að stöðva fyrir þeim á gangbrautum og öðrum merktum gönguleiðum yfir götur. Einnig mætti útfæra hugmyndina þannig að við íbúðargötur með 30 km hámarkshraða nytu gangandi forgangs.
Gangandivegfarendur finna oft til óöryggis í umferðinni vegna lítillar tillitsemi ökumanna. Ef það væri skýrt að gangandi hefðu ætíð forgang á við bíla við göngubrautir og á götum með 30 km hámarkshraða yrðu ökumenn þjálfaðari í að taka tillit til gangandi í umferðinni.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation