Jólaþorp í Laugardalnum

Jólaþorp í Laugardalnum

Jólaþorp í Laugardalnum

Points

Frábær staðsetning fyrir jólaþorp. Lýsum upp dalinn með jólaljósum. Nýtum Kaffi Flóru á veturna líka. Markaðir, lifandi tónlistarflutningur, upplestur frá rithöfundum, verk frá ýmsum listamönnum, framlög frá leikskóla- og grunnskólabörnum, eldri borgurum o.s.frv. Kaffihús á hjólum gæti komið vel að notum hér sem og aðrir matarbílar. Endalausir möguleikar.

Frábær pæling. Það hefur verið oft svolítið dimmt þarna yfir jólatímabilið þó svo það séu margir á ferli. Húsdýragarðurinn gæti sömuleiðis gefið þessu en meira gildi.....margir möguleikar og business fyrir marga aðila þarna. Miðsvæðis. Jólaljós í aspargöngunum væri miklu meira sjónarpil heldur en ein hrísla á austuvelli. :)

Frábær hugmynd. Auðvitað á Laugardalurinn að vera huggulegur og bjartur á þessum tíma en ekki dökkur og drungalegur. Nú í sumar var t.d. settur upp markaður í aspargöngunum þar sem fólk seldi notað og nýtt og lukkaðist það heldur betur vel með frábærri stemmingu. Jólaþorp í Laugardalnum fær mitt atkvæði - frábært!

Það má nýta Laugardalinn miklu betur sem úrivistarstað og ýmsar uppákomur t.d Jólaþorp , nokkurskonar tívolí og fl.

Upplagt að fá Hamborgarabúlluna eða Hamborgarafabrikkuna til að opna stað sem væri opin frá göngustígnum og frá Húsdýragarðinum. Tveir inngangar, einn staður. Gott að fá sér nautaborgara eftir að hafa klappað Guttormi.

Endilega hafa líf yfir dalnum yfir vetrartímann, var á markaði þarna í sumar og það var létt og glatt yfir fólki. Má kannski tengja markaðinn við húsdýragarðinn með skemmtilegum uppákomum.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information